Skip to main content

Í tilefni 60 ára afmælis félagsins sendi það félagsmönnum sínum hleðslusett að gjöf. Eitthvað hefur borið á bilun í rafmagnskló í settinu og til öryggis eru félagsmenn beðnir að nota hana ekki á meðan málið er skoðað með söluaðila.

Verslunarmannafélag Skagafjarðar sendi félagsmönnum sínum gjöf í tilefni af 60 ára afmæli félagsins núna á dögunum. Um er að ræða hleðslusett fyrir síma sem inniheldur rafmagnskló, snúru, bílahleðslu og hleðslubanka. Félagið hefur fengið tilkynningar um einhver tilfelli þar sem rafmagnsklóin virðist ofhitna og nánast bráðna.  Önnur hleðsla eins og t.d. bílhleðslan og þegar hleðslubankinn er hlaðinn í gegnum tölvu eða með bílhleðslu virðist vera allt í lagi. Í flestum tilfellum virðist þetta þó vera allt í lagi.

Við viljum hins vegar benda fólki að hafa varann á og nota ekki hleðsluna með rafmagnsklónni meðan verið er að skoða málið með söluaðila og fá lausn á því.
Þar sem þetta hefur komið upp hefur verið prófað að nota aðra rafmagnskló, t.d. þær sem fylgja flestum símum og þá hefur allt verið eðlilegt.

Ef hleðslubankinn hefur skemmst við þetta þá er hægt að nálgast nýjan á skrifstofu félagins á Borgarmýri 1
á Sauðárkróki.