Skip to main content

Bónus var oftast með lægsta verðið og Samkaup-Úrval oftast með hæsta verðið í nýrri verðkönnun á bökunarvörum sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum víða um land þann 13. nóvember. Kannað var verð á 106 algengum vörum til baksturs.

Bónus var oftast með lægsta verðið og Samkaup-Úrval oftast með hæsta verðið í nýrri verðkönnun á bökunarvörum sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum víða um land þann 13. nóvember. Kannað var verð á 106 algengum vörum til baksturs.

Samkaup-Úrval var með hæsta verðið í 43 tilvikum af 106 og Nóatún í 26 tilvikum. Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 41 tilviki af 106, Krónan í 26 tilvikum og Iceland í 25. Í næstum þriðjungi tilfella var um eða undir 2 krónu verðmunur á Bónus og Krónunni. Mesta vöruúrvalið var í Fjarðarkaupum en þar fengust 103 af þeim 106 vörum sem skoðaðar voru. Víðir var með næst mesta úrvalið eða 97 af 106. Minnsta úrvalið var hjá Bónus eða aðeins 66 og af þeim voru fimm óverðmerktar.

Mestur verðmunur að þessu sinni var á möluðum negul frá Príma sem var dýrastur á 461 kr. hjá Fjarðarkaupum en ódýrastur á 259 kr. hjá Krónunni sem er 202 kr. verðmunur eða 78%. Minnstur verðmunur var á 100 gr. af H-Berg pecan hnetum sem voru ódýrastar á 457 kr. hjá Iceland en dýrastar á 460 kr. hjá Fjarðarkaupum sem er 1% verðmunur.

Af einstaka vörum í könnuninni sem voru fáanlegar í öllum verslunum má nefna að 250 gr. af ósöltuðu smjöri frá MS var ódýrast á 175 kr. hjá Bónus, en dýrast á 209 kr. hjá Nóatúni sem er 19% verðmunur. Dökku hjúpdroparnir frá Odense (100 gr.) voru dýrastir á 268 kr. hjá Iceland en ódýrastir á 198 kr. hjá Krónunni sem er 35% verðmunur. Þurrkaðar apríkósur frá Hagver (250 gr.) voru dýrastar á 258 kr. hjá Iceland en ódýrastar á 198 kr. hjá Bónus sem er 30% verðmunur. Flórsykurinn frá Dansukker (500 gr.) var dýrastur á 299 kr. hjá Iceland, Samkaupum-Úrvali, Hagkaupum og Nóatúni en ódýrastur á 229 kr. hjá Bónus sem er 31% verðmunur. Mikill verðmunur var einnig á 100 gr. af rauðum coctail berjum frá Dr. Oetker, þau voru dýrust á 579 kr. hjá Nóatúni en ódýrust á 459 kr. hjá Bónus sem er 26% verðmunur.

Sjá nánari upplýsingar í frétt á heimasíðu ASÍ

Kannað var verð á 106 vörum til baksturs t.d. mjólkurvörum, feitmeti og súkkulaði, ásamt ýmsum pakkavörum.

Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur inni í búðinni upplýsingar um að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var afsláttarverð skráð . Til að auðvelda verðsamanburð er  mælieiningaverð vöru skráð, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus, Krónunni, Nettó, Iceland, Víði, Fjarðarkaupum, Samkaupum-Úrvali, Hagkaupum og Nóatúni.