Skip to main content

Bjarg íbúðafélag og IKEA hafa gert samkomulag um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu fellst að Bjarg mun leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma.

Bjarg íbúðafélag og IKEA hafa gert samkomulag um samstarf vegna íbúða Bjargs. Í samkomulaginu fellst að Bjarg mun leitast við að nota innréttingar IKEA í íbúðir félagsins. IKEA mun taka þátt í hönnunarferli íbúða og útfæra innréttingarnar með það að markmiði að ná fram hámarksnýtingu rýma.

Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs segir félagið leita allra leiða til að framleiða hagkvæmar íbúðir og þjónusta leigutaka á sem bestan hátt. "Samstarf við IKEA uppfyllir bæði þessi markmið. Að gefa leigutökum tækifæri að aðlaga íbúðir að sínum þörfum með aðgengi að lausnum á viðráðanlegu verði er nýjung á leigumarkaði og hlökkum við til samstarfsins við IKEA.”

Áhersla Bjargs er að veita leigutökum öruggt húsnæði til langs tíma, því er mikilvægt að leigutakar geti aðlagað íbúðir að sínum þörfum. Með samstarfinu geta leigutakar aðlagað íbúðir með lausnum frá IKEA eftir að þeir eru fluttir inn. Sérstakur IKEA bæklingur vegna íbúða Bjargs verður útbúinn samhliða hönnun þeirra.

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA segir fyrirtækið stolt af því að fá að taka þátt í þessu krefjandi verkefni með Bjargi. "IKEA hefur um árabil verið leiðandi í hönnun á innréttingum þar sem áhersla er lögð á að nýta takmarkað pláss sem best og á sem hagkvæmustu verði.”