Skip to main content

Aðstæður hafa verið góðar á vinnumarkaði á þessu ári og hafa vaxandi umsvif í hagkerfinu aukið eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi stóð reyndar í stað milli september og október samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.

Aðstæður hafa verið góðar á vinnumarkaði á þessu ári og hafa vaxandi umsvif í hagkerfinu aukið eftirspurn eftir vinnuafli. Atvinnuleysi stóð reyndar í stað milli september og október samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar.

Atvinnuleysið mældist 3,8% í október eða 4% ef leiðrétt er fyrir árstíðarsveiflu. Atvinnulausir voru 7200 í október en voru 9500 í sama mánuði á síðasta ári. Sé litið yfir fyrstu tíu mánuði ársins hafa um tvö þúsund færri verið atvinnulausir að jafnaði miðað við árið 2014. Jafnframt hefur einstaklingum utan vinnumarkaðar fækkað og starfandi einstaklingum fjölgað um tæplega sex þúsund milli ára. Aðstæður á vinnumarkaði hafa að mestu verið í takt við væntingar, en bati á þessu ári hefur þó að einhverju leyti verið hraðari en búist var við.
 
Bættar aðstæður á vinnumarkaði hafa einnig komið fram í fækkun langtímaatvinnulausra, en þeim sem hafa verið í atvinnuleit lengur en eitt ár hefur fækkað töluvert frá því þeir voru sem flestir árið 2011. Vænta má aukins atvinnuleysis á næstu mánuðum sökum árstíðarsveiflu. Hins vegar má búast við því að eftirspurn eftir vinnuafli fari vaxandi með hækkandi sól, þar sem umsvif í mannvirkjagerð, stóriðju og ferðaþjónustu munu halda áfram að aukast.

Sjá nánar á heimasíðu ASÍ