Skip to main content

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í júní 2016, sem jafngildir 85,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 197.100 starfandi og 4.700 án vinnu og í atvinnuleit.

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.800 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði í júní 2016, sem jafngildir 85,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 197.100 starfandi og 4.700 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 83,3% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,3%. Samanburður mælinga fyrir júní 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan minnkaði um 1,3 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 700, en hlutfallið af mannfjölda minnkaði um 0,8 stig. Atvinnulausum fækkaði um 1.100 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu minnkaði um 0,6 prósentustig. Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafn lágt í júnímánuði síðan árið 2008 þegar það mældist 2,2%.

Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsóknarinnar á vef Hagstofunnar.