Skip to main content

Framundan er atkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamninga Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan stendur yfir frá 11.-15. apríl nk. og eru félagsmenn hvattir til að kynna sér samninginn og nýta kosningarétt sinn.

Framundan er atkvæðagreiðsla um nýgerða kjarasamninga Landssambands íslenskra verslunarmanna (LÍV) við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslan er rafræn og fer fram á heimasíðu LÍV – www.landssamband.is .

Athugið að atkvæðagreiðslan hefst 11.apríl og stendur fram að hádegi þann 15. apríl nk.

Við viljum hvetja félagsmenn til að kynna sér samninginn og nýta atkvæðarétt sinn.
Einnig verður boðið upp á að greiða atkvæði í tölvu á skrifstofu félagsins á Borgarmýri 1, Sauðárkróki,
milli kl. 08:00-16:00 þessa daga en félagsmenn þurfa þá að hafa með sér Íslykil sinn eða vera með rafræn skilríki í síma. Ef slíkt er ekki fyrir hendi er hægt að sækja um Íslykil á www.island.is.

Sjá helstu atriði samningsins hér.

Smelltu hér til að hlusta á stutt hlaðvarpsspjall um helstu atriði kjarasamninganna en það eru þau Henný Hinz og Róbert Farestveit, hagfræðingar ASÍ, sem fara þar yfir málin.

Samningurinn felur í sér nýja nálgun til bættra lífskjara. Áhersla á kjarabætur til þeirra sem hafa lægstu launin er rauði þráðurinn í samningnum en um það er almenn sátt í samfélaginu. Samið var um krónutöluhækkanir eins og lagt var upp með í upphafi samningaviðræðna en auk þess eru launahækkanir að hluta tengdar þróun hagvaxtar og er gert ráð  fyrir árlegri endurskoðun taxtalauna í ljósi launaþróunar á almennum vinnumarkaði. Þá er vinnuvikan stytt, en það var eitt helsta áherslumál LÍV og VR í samningaviðræðunum, og sveigjanleiki aukinn. Eitt meginmarkmið samningsins er að stuðla að vaxtalækkun sem eykur ráðstöfunartekjur heimilanna. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022.

Félagsmenn: kynnið ykkur samninginn, nýtið atkvæðisréttinn og takið þátt í atkvæðagreiðslunni.
Hvert atkvæði skiptir máli !