Skip to main content

Þó Samsung sé eitt stærsta hátæknifyrirtæki í heiminum þá er það statt aftur í miðöldum þegar kemur að aðstæðum verkafólks sem vinnur hjá fyrirtækinu og undirverktökum þess. Samsung rekur starfsmannastefnu sem hefur það að leiðarljósi að 1,5 milljón starfsmanna fyrirtækisins sé ekki í stéttarfélögum sem aftur endurspeglast í bágum kjörum og vondum vinnuaðstæðum verkafólksins.

Þó Samsung sé eitt stærsta hátæknifyrirtæki í heiminum þá er það statt aftur í miðöldum þegar kemur að aðstæðum verkafólks sem vinnur hjá fyrirtækinu og undirverktökum þess. Samsung rekur starfsmannastefnu sem hefur það að leiðarljósi að 1,5 milljón starfsmanna fyrirtækisins sé ekki í stéttarfélögum sem aftur endurspeglast í bágum kjörum og vondum vinnuaðstæðum verkafólksins.

Stofnandi Samsung er reyndar sagður hafa lýst því yfir á sínum tíma að fyrr skyldi hann dauður liggja en að viðurkenna stéttarfélög í sínum fyrirtækjum. Nú hafa lekið út gögn frá Samsung sem opinbera stefnu fyrirtækisins í starfsmannamálum og sú sýn sem birtist er ekki falleg.

Í þeim kemur m.a. fram að grípa þurfi til sérstakra aðgerða til þess að ná yfirburða stöðu gagnvart starfsmönnum og ráðin sem gefin eru frá yfirstjórninni minna á stjórnarhætti fyrr á öldum. Meðölin sem mælt er með að nota er t.d. að einangra starfsmenn, refsa þeim og koma af stað illdeilum milli þeirra. Við þetta bætist að starfsmenn Samsung í Kína, sem margir eru á barnsaldri, eru skyldaðir til að vinna 100 yfirvinnutíma á mánuði, vinna stundum án launa og þurfa að þola bæði andlegt og líkamlegt ofbeldi. Samsung beitir síðan áhrifum sínum niður alla framleiðslukeðjuna til þess að koma í veg fyrir stofnum verkalýðsfélaga. Nú hefur ITUC, alþjóðasamband verkalýðsfélaga, hafið baráttu gegn ómanneskjulegum starfsaðferðum tæknirisans.

Lesa má nánar um þetta á vef ITUC og leggja sitt lóð á vogarskálarnar.