Skip to main content

Verðlagseftirlit ASÍ fór á stúfana og kannaði verð á vinsælustu bókunum í jólabókaflóðinu hjá bóksölum. Skemmst er frá því að segja að þrjár verslanir vísuðu verðtökufólki ASÍ á dyr og neitaðu því um að fá að taka niður verð á bókum í verslunum sínum. Þar á meðal eru aðilar sem segja má að séu ráðandi á íslenskum bókamarkaði en virðast ekki sjá hag sinn í því að neytendur séu upplýstir um verðlag í verslunum sínum. Þessar verslanir eru Penninn-Eymundsson, Mál og Menning Laugavegi og Bóksala stúdenta.

Verðlagseftirlit ASÍ fór á stúfana og kannaði verð á vinsælustu bókunum í jólabókaflóðinu hjá bóksölum. Skemmst er frá því að segja að þrjár verslanir vísuðu verðtökufólki ASÍ á dyr og neitaðu því um að fá að taka niður verð á bókum í verslunum sínum. Þar á meðal eru aðilar sem segja má að séu ráðandi á íslenskum bókamarkaði en virðast ekki sjá hag sinn í því að neytendur séu upplýstir um verðlag í verslunum sínum. Þessar verslanir eru Penninn-Eymundsson, Mál og Menning Laugavegi og Bóksala stúdenta.

Samanburður á verðum í töflu.

40-60% verðmunur algengur – mesti verðmunur 97%
Kannað var verð á 85 titlum en margir þeirra eru meðal söluhæstu bókanna þetta árið samkvæmt bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefanda. Verðmunur á bókum milli búða var almennt mikill en oftast var hann 20-60%. Í 16 af 85 skiptum var verðmunurinn 50-60% en í 21 tilfelli af 85 var hann 40-50%. Verðmunurinn var því á milli 40-60% í 42% tilfella.

Mikill verðmunur var á matreiðslubókinni „Stóra bókin um sous vide“ eða 89% en ódýrust var hún í Costco á 4499 en dýrust í Forlaginu á 8490. Verðmismunurinn á bókinni „Flóttinn hans afa“ var einnig mikill eða 85% en þar var Nettó ódýrast með bókina á 2099 kr. á meðan hún kostaði 3890 kr. hjá Forlaginu. Norrænar Goðsagnir var ódýrust í Bónus á 2798 kr. en dýrust hjá Hagkaup á 5499 kr. en þarna munar heilum 97% á hæsta og lægsta verðinu. Þá var 67% verðmunur milli verslana á íslensku skáldsögunum Sakramentið og Mistur. Báðar bækur voru ódýrastar hjá Heimkaup 4190 kr. en dýrastar hjá A4 á 6989 kr..

Bónus ódýrast en Hagkaup dýrast

Bónus var oftast með ódýrustu bækurnar eða 57 af 85 tilfellum en Nettó var 16 sinnum með lægsta verðið. Hagkaup var dýrast í flestum tilfellum eða í 36 af 85, Forlagið var 20 sinnum með dýrustu bókina og A4 12 sinnum af 85 skiptum.

Nettó og Forlagið með mesta úrvalið

Forlagið og Nettó eru með mesta úrvalið en 80 af 85 titlum mátti finna í hvorri verslun fyrir sig. Úrvalið af þessum mest seldu bókum samkvæmt bóksölulista Félags íslenskra útgefanda virðist þó vera nokkuð gott á mörgum stöðum en Hagkaup var með 72 titla af 85, Heimkaup 76 titla og Bónus 65 titla. Úrvalið í A4 var heldur minna en þar mátti einungis finna 34 af 85 titlum en allra minnst var var úrvalið í Costco sem átti 14 titla af 85.

Penninn Eymundsson, Mál og menning og Bóksala stúdenta neituðu þátttöku

Könnunin var gerð samtímis í eftirtöldum verslunum: Forlaginu Fiskislóð, A4 Skeifunni, Bóksölu Stúdenta Sæmundargötu, Nettó Mjódd, Hagkaupum Skeifunni, Bónus Kringlunni, Costco og Heimkaupum.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Neytendur ættu einnig að hafa hugfast að verð á algengum bókatitlum breytast oft ört í verslunum á þessum árstíma.

Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum og við sölu nema með heimild ASÍ.