Skip to main content

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna þann 8.mars n.k. halda Alþýðusamband Íslands, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð hádegisverðarfund mánudaginn 9. mars 2015 þar sem fjallað verður um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.

Er tími til að njóta lífsins ?
Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs.

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna þann 8.mars n.k. halda Alþýðusamband Íslands, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð hádegisverðarfund mánudaginn 9. mars 2015 þar sem fjallað verður um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.

Erindi:

  • Vinna Íslendingar of mikið? – Ragnheiður Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar
    á Suðurnesjum.
  • Rjúkandi rúst ? Fæðingarorlof í hruni og endurreisn – Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði
    við HÍ.
  • Samspil heimilis og vinnu meðal íslenskra hjóna – Þóra Kristín Þórsdóttr, doktorsnemi í félagsfræði.
  • Fundarstjóri verður Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.
     

Hvar og hvenær: Hvammur, Grand Hótel Reykjavík kl. 11:45 til 13:00 mánudaginn 9. mars.
Aðgangseyrir er kr. 2.600 og innifalinn er léttur hádegisverður.

Tengiliður: Maríanna Traustadóttir, sími 535 5620 / 860 4487 – netfang: marianna@asi.is

Fulltrúar fjölmiðla eru velkomnir á fundinn.

 

Dagskrá fundarins

Facebook síða fundarins