Skip to main content

Verðlag lækkaði um 0,5% í nóvember og mælist verðbólga á ársgrundvelli nú 1% en hún hefur ekki verið lægri síðan á haustdögum árið 1998. Lækkun á verðlagi í mánuðinum má að mestu rekja til lækkunar á flugfargjöldum og eldsneyti en verðlækkanir sjást þó í fjölda liða vísitölunnar. Sé húsnæði undanskilið úr vísitölunni hefur verðlag hjaðnað um 0,3% undanfarið ár.

Verðlag lækkaði um 0,5% í nóvember og mælist verðbólga á ársgrundvelli nú 1% en hún hefur ekki verið lægri síðan á haustdögum árið 1998.Lækkun á verðlagi í mánuðinum má að mestu rekja til lækkunar á flugfargjöldum og eldsneyti en verðlækkanir sjást þó í fjölda liða vísitölunnar. Sé húsnæði undanskilið úr vísitölunni hefur verðlag hjaðnað um 0,3% undanfarið ár.

Mest áhrif til lækkunar á verðlagi í nóvember hefur lækkun á flugfargjöldum um 17,3% frá fyrra mánuði sem hefur 0,25% áhrif til lækkunar á verðlagi.
Þá lækkar verð á eldsneyti um 2,6% (-0,1% vísitöluáhrif), mat- og drykkjarvörur lækka um 0,5% (-0,07% vísitöluáhrif) en flestir matvöruliðir lækka frá fyrra mánuði að fiski og kornvörum undanskildum. Raftæki og sjónvörp lækka sömuleiðis um ríflega 3% frá fyrra mánuði (vísitöluáhrif samtals -0,09%). Húsnæðisliður vísitölunnar, sem leitt hefur hækkun verðlags undanfarið ár, lækkar nokkuð óvænt í mánuðinum um 0,1% (-0,04% vísitöluáhrif) sem skýrist af lítilsháttar lækkun á markaðsverði húsnæðis.
Föt og skór er eini liður vísitölunnar sem sker sig úr að þessu sinni og hækkar um 1,1% frá fyrra mánuði ( 0,05% vísitöluáhrif).

Sjá nánar á heimasíðu ASÍ