Skip to main content

Nú hafa orlofsmöguleikar félagsmanna aukist enn frekar því samið hefur verið við hótelið Lamb Inn á Öngulstöðum í Eyjafirði um sérstök kjör á gistingu fyrir félagsmenn Verslunarmannafélagsins.

Nú hafa orlofsmöguleikar félagsmanna aukist enn frekar því samið hefur verið við hótelið Lamb Inn á Öngulstöðum í Eyjafirði um sérstök kjör á gistingu fyrir félagsmenn Verslunarmannafélagsins.

Lamb Inn er hótel og veitingastaður í um 10 mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.
Herbergin eru með uppábúnum rúmum og hafa öll sér baðherbergi og auk þess er þar herbergi með góðri aðstöðu fyrir fatlaða.
Stutt er í golf að Þverá eða í sund á Hrafnagili, Kaffi Kú er steinsnar frá og margar fallegar gönguleiðir í nágrenninu og svo auðvitað Hlíðarfjall í 12 mínútna akstursfjarlægð.

Félagsmenn panta gistinguna sjálfir með því að hringja á hótelið eða senda þangað tölvupóst. Áður en lagt er af stað þarf að koma við á skrifstofu stéttarfélaganna, greiða fyrir gistinguna og taka með sér kvittun sem framvísað er á hótelinu.

Lamb Inn að Öngulstöðum í Eyjafjarðarsveit,
sími: 463 1500
netfang: lambinn@lambinn.is

Tveggja manna herbergi:    7.500 krónur nóttin
Fjögurra manna herbergi:  11.700 krónur nóttin
Aukarúm inn á herbergi :     2.000 krónur nóttin

Morgunmatur er innifalinn í verði.