Skip to main content

Í lok febrúar hófu aðildarfélög ASÍ átak gegn verðhækkunum en að sögn verkefnastjóra gengur verkefnið vel og fólk er duglegt að heimsækja heimasíðu átaksins.

Í lok febrúar hófu aðildarfélög ASÍ átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði !
Almenningur og atvinnulífið eru þar hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar.
Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til
aukinnar vitundar og liður í því er að senda ábendingar um verðhækkanir á vefsíðuna vertuaverdi.is
 
Henný Hinz hagfræðingur er verkefnisstjóri átaksins og hún segir það ganga vel, tæplega fjögur
hundruð ábendingar hafi borist og um 10 þúsund manns heimsæki síðuna á mánuði.
Viðtal við Henný má sjá í netsjónvarpi ASÍ.

Close Menu