Skip to main content

Alþýðusambandið hefur gefið út bækling þar sem vakin er athygli á ótvíræðum kostum þess fyrir launafólk að vera í stéttarfélagi.

Hvað gerir stéttarfélagið fyrir þig ?
 

Alþýðusambandið hefur gefið út bækling sem ber heitið Hvað gerir stéttarfélagið fyrir þig ?  en þar er vakin athygli á ótvíræðum kostum þess fyrir launafólk að vera í stéttarfélagi.

Í bæklingnum er farið yfir hlutverk stéttarfélaga, árangur af starfi þeirra, stuðning í kjara- og réttindamálum, heilsutengdan stuðning, námsstyrki, leigu á orlofshúsum og starfsendurhæfingu.
 
Bæklinginn má nálgast á heimasíðu ASÍ eða hér.