Skip to main content

Farskólinn auglýsir spennandi námskeið í maí sem ætlað er frumkvöðlum sem vilja virkja sköpunarkraftinn og vinna með hugmyndir. Við hvetjum félagsmenn til að kíkja inn á heimasíðu skólans og kynna sér málið.

Farskólinn auglýsir spennandi námskeið í maí sem ætlað er frumkvöðlum sem vilja virkja sköpunarkraftinn og vinna með hugmyndir.

Á heimasíðu Farskólans má finna allar upplýsingar um námskeiðið.

Frumkvöðlasmiðja hefst í Skagafirði 6. maí næstkomandi.
Að læra með því að gera !

Í frumkvöðlasmiðju virkjum við sköpunarkraftinn og vinnum með hugmyndir!

Ef þú hefur ekki nú þegar mótaða hugmynd eða verkefni, þá finnur þú hugmynd sem þú vinnur að og þróar.

Hér eru dæmi um hugsanlega frumkvöðla sem eiga erindi í Frumkvöðlasmiðju:

„Guðrún og Jóna“ eru nú þegar með verkefni í gangi, en vilja skoða leiðir til að eflast. 
  
„Páll“ vill skoða, hvort hugmynd hans sé raunhæf og framkvæmanleg. Hann vill ennfremur kanna, hvort einhver hafi áhuga á að vinna með honum að þróun hugmyndarinnar
.
 
„Siggi og Sigga“ ætla að gera áætlun um verkefni sem gæti til dæmis falist í því að efla ferðaþjónustu á svæðinu, hrinda á stað e.k. félagslegu átaki o.s.frv.
  
„Kristín“ vill búa sér til aukatekjur, t.d. með því að hanna og selja handverk en er ekki viss hvaða verkefni hún á að velja.
  
„Pétur“ stefnir að því að skapa sér sjálfur fullt starf, en hefur enn sem komið er ekki dottið niður á góða hugmynd.

Endilega kíkið á heimasíðu Farskólans og kynnið ykkur hvað í boði er.