Félagsmenn geta sótt um styrk vegna orlofs innanlands og erlendis.
Styrkur þessi gildir allt árið um kring vegna gistingar á t.d. hótelum, orlofshúsum, leigu á fellihýsum eða kaupum á flugmiða.
Athugið að styrkurinn gildir ekki vegna gistingar í íbúðum eða orlofshúsi félagsins, né vegna gistingar á þeim hótelum og gistiheimilum sem félagið kann að vera með samninga við.
Styrkupphæð er að hámarki kr. 28.000 á ári, en þó aldrei hærri upphæð en sem nemur framlögðum reikningi.
Reikningur skal vera stílaður á félagsmanninn og vera innan við 12 mánaða gamall.
Sækja skal um orlofsstyrk á þessu eyðublaði: Orlofsstyrkur VMF