Reglugerð fyrir Vinnudeilusjóð Verslunarmannafélags Skagafjarðar
- gr. Nafn sjóðsins
Sjóðurinn heitir Vinnudeilusjóður Verslunarmannafélags Skagafjarðar. Heimili hans og varnarþing er á Sauðárkróki.
- gr. Tilgangur sjóðsins
Tilgangur sjóðsins er:
- Að veita fjárhagslega aðstoð þeim félagsmönnum, sem missa atvinnutekjur vegna langvarandi verkfalla eða verkbanna.
b. Að greiða beinan kostnað félagsins vegna vinnudeilna.
c. Að styrkja önnur stéttarfélög, sem eiga í langvarandi vinnudeilum og þurfa á fjárhagsaðstoð að halda. - gr. Tekjur sjóðsins
Tekjur sjóðsins eru:
- Framlag félagssjóðs eftir því sem aðalfundur hverju sinni kann að ákvarða.
c. Vaxtatekjur.
d. Frjáls framlög félagsmanna og annarra. - gr. Stjórn sjóðsins
Kjörin stjórn Verslunarmannafélags Skagafjarðar fer með stjórn Vinnudeilusjóðs á hverjum tíma.
- gr. Hlutverk stjórnar
Stjórnin ákveður styrkveitingar úr sjóðnum sbr.liði a,b og c, 2. greinar. Stjórnin skal halda gerðabók yfir fundi sína, styrkbeiðnir og styrkveitingar. Stjórnin úrskurðar einnig um aðrar greiðslur úr sjóðnum. Gjaldkeri félagsins, eða starfsmaður í umboði hans, annast vörslu sjóðsins og útborganir eftir fyrirmælum sjóðsstjórnar.
6.gr. Endurskoðun
Endurskoðendur sjóðsins skulu vera þeir sömu og endurskoðendur félagsins.
- gr. Varsla sjóðsins
Stjórn félagsins annast vörslu sjóðsins, á sem tryggilegastan máta, er tryggi verðgildi og ávöxtun hans.
- gr. Styrkir til fullgildra félagsmanna
Eigi má veita félagsmanni styrk úr sjóðnum nema hann hafi verið fullgildur félagsmaður áður en viðkomandi vinnudeila hófst og sé skuldlaus við félagið.
- gr. Breytingar á reglugerð
Breytingar á reglugerð þessari má aðeins gera á aðalfundi félagsins, með samþykki 2/3 hluta atkvæða.
Samþykkt á aðalfundi 28.maí 2009 og fyrri samþykkt frá 2. desember 1998 fellur úr gildi