Skip to main content

Vefst tæknin fyrir þér eða er erfitt að skilja tæknihugtök? Skráðu þig þá á ókeypis námskeið sem mun útskýra allt þetta á mannamáli og efla sjálfstraust þitt gagnvart tækni.

Vefst tæknin fyrir þér eða er erfitt að skilja tæknihugtök? Skráðu þig þá á ókeypis námskeið sem mun útskýra allt þetta á mannamáli og efla sjálfstraust þitt gagnvart tækni. 

Um námskeiðið
Hagnýtt námskeið fyrir alla þá sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni. Á námskeiðinu er leitast við að efla einstaklinga í þeirri tækni sem mest ákall er um að einstaklingar tileinki sér til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Námskeiðið snýr að því að upplýsa einstaklinga um möguleg áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á samfélagið og einstaklinga á vinnumarkaði, sem og greina ákjósanlega hæfni og færni hvað varðar tækni með tilliti til niðurstaðna Stafræna hæfnihjólsins sem VR-stéttarfélag hefur þróað og hjálpar einstaklingum að greina eigin tæknifærni. 

 

Námskeiðið er samtals 28 klukkustundir og skiptist í tvo hluta. 
Kennt er dagana 3.-5.nóv og 9.-12.nóv frá kl. 10-14.
 

Skráning og nánari upplýsingar má finna hér

Fyrri hlutinn (12 klukkustundir) snýr að því að útskýra hvað felist í því að geta talist hinn eftirsótti „21. aldar starfsmaður“ og styðja þátttakendur til þess að takast óhræddir á við tæknibreytingar sem snerta þá sjálfa. Fjórða iðnbyltingin er útskýrð og fá þátttakendur stuðning við að greina eigin tæknifærni með aðstoð stafræns greiningartækis.   

Í seinni hluta námskeiðsins (4×4 klukkustundir) fá þátttakendur stuðning við að stíga fyrsta skrefið inn í heim tækninnar og meðal annars skilja Google vinnuumhverfið, ýmis forrit og stillingar þeirra, hvernig hægt er að búa til og breyta stafrænu efni, sem og hvernig hægt er að nýta samfélagsmiðla á hagnýtan hátt.  

Félagsmenn í starfsmenntasjóðunum Starfsafl, Landmennt, Sveitamennt, Ríkismennt og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks fá námskeiðið að fullu niðurgreitt og því er mikilvægt að skrá stéttarfélagsaðild í umsóknarferlinu til að tryggja fulla niðurgreiðslu.