Skip to main content

Síðasti séns að skrá sig !

Á morgun heldur Farskólinn námskeiðið Listin að breyta hverju sem er en námskeiðið er frítt fyrir félagsmenn og hvetjum við ykkur eindregið til að nýta þetta tækifæri og skrá ykkur sem allra fyrst.

Á morgun heldur Farskólinn námskeiðið Listin að breyta hverju sem er en námskeiðið er frítt fyrir félagsmenn og hvetjum við ykkur eindregið til að nýta þetta tækifæri og skrá ykkur sem allra fyrst.*

Námskeiðslýsing:
Ef þú ert eins og flest fólk hefur þú líklega gert fáeinar tilraunir til að breyta lífi þínu til batnaðar, hvort sem um er að ræða heilsuna, fjárhaginn, samband þitt við makann eða markmið tengd starfinu. Þér hefur líklega verið sagt að viljinn sé allt sem þurfi og að marktækar breytingar hefjist á viljastyrk. 

Áralangar rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós að viljastyrkurinn er bara einn af mörgum áhrifavöldum og að það eru sex þættir sem hafa áhrif á hegðun okkar og daglegar ákvarðanir.

Fyrsti þátturinn varðar persónulega hvatningu og lýtur að því að tengja saman lykilhegðun og innri hvata.

Annar þátturinn snýst um persónulega hæfni þar sem lykilhegðunarþættir eru þjálfaðir.

Þriðji áhrifaþátturinn varðar félagslega hvatningu og snýst um það að nota þá krafta sem felast í félagslegum áhrifum til að styrkja þá hegðun sem sóst er eftir.

Fjórði þátturinn, félagsleg hæfni, er mikilvægur þar sem fólk í hópi eða samfélagi mun þurfa að aðstoða hvert annað ef það ætlar að ná árangri.

Fimmti þátturinn er hvatning úr umhverfinu, t.d. með því að ákveða viðeigandi umbun.

Síðasti þátturinn, skipulagsleg hæfni, er mikilvægur til að tryggja að kerfi, ferli, undirliggjandi strúktúr, sýnileg merki o.s.frv. styðji við lykilhegðunina.

Hægt er að verða áhrifavaldur með því að nota alla sex ofangreinda þætti áhrifa.

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.

Hvar og hvenær:
Sauðárkrókur:                    2.nóvember kl. 18:00-22:00
Blönduós/Skagaströnd:   13.nóvember kl. 18:00-22:00
Hvammstangi:                 14.nóvember kl. 18:00-22:00

Hægt er að skrá sig á heimasíðu Farskólans:
eða með því að hringja í Farskólann í síma 455 6010.