Skip to main content

Eftir viðræður við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur undanfarna daga og vikur kynnti ríkisstjórnin innlegg sitt til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Aðgerðirnar munu nýtast best tekjulágum einstaklingum og ungu fólki sem rímar við áherslur og kröfur verkalýðshreyfingarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Eftir viðræður við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur undanfarna daga og vikur kynnti ríkisstjórnin innlegg sitt til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Aðgerðirnar munu nýtast best tekjulágum einstaklingum og ungu fólki sem rímar við áherslur og kröfur verkalýðshreyfingarinnar í yfirstandandi kjaraviðræðum.

Meðal helstu atriða í innleggi ríkisstjórnarinnar eru:

  • Nýtt lágtekjuþrep í þriggja þrepa skattkerfi. Ráðstöfunartekjur tekjulægsta hópsins aukast um 10.000 kr/mánuði.
  • Húsnæðismál: 2 milljarðar í viðbót í stofnframlög 2020-2022 ca. 1.800 íbúðir, unnið verður með aðilum vinnumarkaðarins að leiðum til að auðvelda ungu fólki fyrstu kaup og núverandi heimild til nýtingar á séreingarsparnaði verður framlengd.
  • Lífeyrismál: lögfest verður heimild til að ráðstafa 3,5% í tilgreinda séreign. Heimilt verður að ráðstafa tilgreindri séreign til húsnæðismála með tíma og fjárhæðartakmörkum. Farið verður í endurskoðun lífeyristökualdurs í samráði við aðila.
  • Fæðingarorlof lengist úr 9 mánuðum í 10 í byrjun árs 2020 og lengist í 12 mánuði í byrjun árs 2021.
  • Tekið verður á kennitöluflakki samkvæmt tillögum ASÍ og SA og heimildir til refsinga auknar. Keðjuábyrgð um opinber innkaup verður lögfest. Aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumannsals og nauðungarvinnu aukin.
  • Verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára verða bönnuð frá 2020 nema með ákveðnum skilyrðum. Frá byrjun árs 2020 verður lágmarkstími verðtryggðra neytendalána lengdur úr 5 í 10 ár. Spornað verður við sjálfvirkum vísitöluhækkunum vöru, þjónustu og skammtímasamninga.