Skip to main content

Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB s.l. 24 mánuði miðað við úthlutun.

Íbúðir Bjargs íbúðarfélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB s.l. 24 mánuði miðað við úthlutun.

Skráningum á biðlista er almennt raðað upp í þeirri röð sem þær berast og virkjast þegar greiðsla staðfestingargjalds er frágengin. Undantekning er að þær skráningar sem berast fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður þeim sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með úrdrætti.

Hver eru tekju– og eignamörkin?
 Bjarg starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir. Í lögunum eru tilgreind tekju-og eignamörk ásamt viðmiði um greiðslubyrði leigu, skulu árstekjur leigjenda almennra íbúða ekki nema hærri fjárhæð en:

5.105.000 kr. ári (eða 425.417 kr. á mánuði) fyrir hvern einstakling

7.148.000 kr. á ári (eða 595.667 kr. á mánuði) fyrir hjón og sambúðarfólk

1.276.000 kr. á ári (eða 106.333 kr. á mánuði) fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu.

Hámarks heildareign heimilis má ekki vera hærri en 5.510.000 kr.

Greiðslubyrði leigu skal að jafnaði ekki fara 25-30% af heildartekjum leigutaka að teknu tilliti til húsnæðisbóta.

Hvenær verða íbúðirnar tilbúnar?
 Framkvæmdir eru hafnar á tveimur stöðum innan Reykjavíkur, í Spöng í Grafarvogi og einnig í Úlfarsárdal og áætlað er að afhending fyrstu íbúða á höfuðborgarsvæðinu verði í júní 2019. Þá áformar félagið umfangsmiklar framkvæmdir á næstu misserum en reiknað er með að um 450 íbúðir verði komnar í byggingu hjá félaginu í lok 2018 og rúmlega 1.000 til viðbótar á næstu þremur til fjórum árum. Íbúðir í fyrsta áfanga verða meðal annars í Reykjavík, á Akranesi, Akureyri, Þorlákshöfn og Sandgerði. Þá á félagið í viðræðum við sveitafélög víðar á landinu.

Sótt er um íbúð hjá Bjargi í tveimur skrefum
 Í fyrsta skrefi skráir umsækjandi sig inn á biðlista hjá Bjargi íbúðafélagi. Eingöngu er tekið við skráningum rafrænt í gegnum "mínar síður" á heimasíðu Bjargs, bjargibudafelag.is.

Í öðru skrefi sendir umsækjandi inn umsókn í ákveðna staðsetningu en í hvert sinn sem íbúðir eru lausar til umsókna sendir Bjarg póst á alla á biðlista með nánari upplýsingum. Ef áhugi er á tiltekinni staðsetningu þarf að senda umsókn. Úthlutun hlýtur sá umsækjandi sem uppfyllir öll skilyrði um úthlutun hefur lægsta númer á biðlista og að teknu tilliti til forgangs. Sótt er um ákveðna íbúðartegund/íbúðarstærð sem hentar út frá fjölskyldustærð og í tilteknu húsi. Ekki er hægt að velja ákveðnar íbúðir sérstaklega.

Ábyrgð umsækjenda
 Umsækjendur bera sjálfir ábyrgð á að þeir uppfylli öll skilyrði um úthlutun svo skoða þarf vel hver þau skilyrði eru í úthlutunarreglum Bjargs, 1. gr. Ekki er staðfest fyrr en við úthlutun hvort umsækjandi uppfylli í reynd öll skilyrði fyrir úthlutun.

Við skráningu á biðlista þarf umsækjandi að greiða skráningargjald skv. gjaldskrá.

Skráningu á biðlista þarf umsækjandi að staðfesta árlega með því að greiða staðfestingargjald. Gjöld þessi eru óafturkræf.

Staða umsækjanda á biðlista er fyrst virk þegar búið að er að greiða skráningargjaldið og frá þeim tíma sem það er greitt.

Eru íbúðir Bjargs íbúðafélags fyrir þig? Nánari upplýsingar á heimsíðu félagsins, bjargibudafelag.is.