Skip to main content

Sterkari saman !

Hátíðarsamkoma stéttarfélaganna verður haldin á morgun, 1.maí, í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og sýna samstöðu á þessum baráttudegi okkar.

Sterkari saman !
Hátíðarsamkoma stéttarfélaganna verður haldin 1.maí í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Dagskrá verður eftirfarandi:
Húsið opnar kl.14:30 og formleg dagskrá hefst kl. 15:00 með hátíðarræðu dagsins sem flutt verður af Halldóri Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands.
Í framhaldinu verða kaffiveitingar en að þeim loknum verða flutt skemmtiatriði. Að þessu sinni verða þau í höndum nemenda Varmahlíðarskóla, Írisar Olgu Lúðvíksdóttur og Gunnars Rögnvaldssonar og að sjálfsögðu leikur Geirmundur Valtýsson líka á nikkuna.

Félagsmenn sýnum samstöðu, við erum sterkari saman !