Skip to main content

Um áramótin tók í gildi hækkun á styrkupphæðum fræðslusjóðs félagsins. Hámarksstyrkur á ári fyrir félagsmann með fullan rétt er nú 130.000 krónur og uppsafnaður styrkur til þriggja ára því 390 þúsund krónur vegna eins samfellds náms.

Úthlutunarreglur

Veittur er styrkur fyrir 90% af námi / starfstengdu námskeiðsgjaldi / ráðstefnugjaldi að hámarki 130.000 kr. á ári. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að félagsmaðurinn sjálfur greiði námskeiðskostnað.

Ef hvorki hefur verið sótt um starfstengdan styrk né ferðastyrk í starfsmenntasjóðinn síðastliðin þrjú ár er hægt að sækja um styrk fyrir 90% af námskeiðsgjaldi að hámarki 390.000 kr. fyrir einu samfelldu námi. Aðeins er hægt að sækja um styrkinn í einu lagi. Greiðslur til sjóðsins þurfa að hafa borist að lágmarki í 30 mánuði af síðustu 36 mánuðum fyrir dagsetningu umsóknar.

Sameiginlegur styrkur fyrirtækja og einstaklinga
Félagsmanni og fyrirtæki gefst kostur á að sækja um sameiginlegan styrk til sjóðsins ef nám félagsmanns kostar 500.000 kr. eða meira. Þá er réttur einstaklings og réttur fyrirtækis nýttur á móti hvor öðrum. Sjá nánar um sameiginlegan styrk.

Þá eru einnig veittir styrkir vegna tómstundanámskeiða. Veittur er styrkur allt að 50 % af námskeiðsgjaldi en að hámarki 30.000 krónur á ári. Upphæðin dregst frá hámarksstyrk ársins en skerðir þó ekki uppsafnaðan styrk.

Með umsókn í fræðslusjóð skal fylgja

  • Greiddur reikningur sem er á nafni félagsmanns þar sem fram kemur nám/námskeiðslýsing og nafn fræðsluaðila.
  • Nám/námskeiði/ráðstefnu sem sótt er erlendis þarf einnig að fylgja lýsing á námi og tengill á heimasíðu fræðsluaðila ásamt útskýringu á því hvernig fræðslan tengist starfi umsækjanda.
  • Skilyrði fyrir styrkveitingu er að félagsmaðurinn greiði námskeiðsgjöld/ráðstefnugjöld.
    Þegar nemendafélagsgjöld framhaldsskóla eru greidd ásamt skólagjaldi þá þarf sundurliðun á kostnaði að fylgja með umsókn í sjóðinn. Nemendafélagsgjöld eru ekki styrkhæf og því dregin frá heildarupphæð.
  • Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.
  • Ekki er hægt að sækja um styrk oftar en einu sinni vegna sama reiknings.

Sjá nánar um úthlutunarreglur sjóðsins á heimasíðu Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks