Skip to main content

Í tilefni dagsins bjóða stéttarfélögin í Skagafirði félagsmenn sína og fjölskyldur þeirra velkomin á hátíðarsamkomu sem að þessu sinni er haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð.

Í tilefni dagsins bjóða stéttarfélögin í Skagafirði félagsmenn sína og fjölskyldur þeirra velkomin á hátíðarsamkomu sem að þessu sinni er haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð.

Dagskrá verður eftirfarandi:
Húsið opnar kl.14:30 og formleg dagskrá hefst kl. 15:00 með hátíðarræðu dagsins.
Ræðumaður er Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu.
Í framhaldi af því verða kaffiveitingar en að þeim loknum verða flutt skemmtiatriði.
Geimundur spilar á nikkuna og einnig munu nemendur úr Árskóla og ungliðar í Karlakórnum Heimi flytja nokkur lög fyrir samkomugesti.

Allir eru velkomnir og við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að fagna deginum með okkur.